Tími einkarekstar er runnin upp.

Loksins loksins verður stokkað upp í heilbrigðiskerfinu og einkarekstri gefið tækifæri (ath. til allra vinstri græna þetta þýðir ekki einkavæðing). Ég treysti Guðlaugi klárlega fyrir þessu verkefni og óska honum alls hins besta og til hamingju með nýja embættið. Einkarekstrarformið hefur fyrir löngu sannað sig, ég nefni nokkur dæmi í heilbrigðisgeiranum:

- Sóltún (ein besta öldurnarþjónusta á landinu)

- Orkuhúsið (stoðþjónusta á heimsmælikvarða)

- Heilsugæslustöðin fyrir Linda og Salahverfi (frábær þjónusta og til fyrirmyndar í geiranum)

Til að útskýra þá þýðir einkarekstur rekstur sem ríkið borgar.


mbl.is Fyrsti sjálfstæðismaðurinn í heilbrigðisráðuneytinu í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er já fagnaðarefni. Einkaaðilar hafa margof sýnt að þeir gera hlutina betur en þeir sem gera það af skyldu (ríkið). Svo er ég líka hlynntur því að ríkið fái að kaupa sig áfram. Finnst það sjálfsögð mannréttindi að geta leitað heilbrigðis á eigin forsendum og ekki vera haldið niður í nafni jafnréttis. Það sem vinstrimenn átta sig ekki á er að þeir ríkari munu ekki kaupa sig áfram í sömu röðinni heldur stofna þeir nýja röð. Með því að hafa margar raðir þá verða þær styttri og því græðir efnaminna fólk á því einnig.

Grein frá frjálshyggjufélaginu... ( http://blogg.frjalshyggja.is/ )
 

"Í gær birti Fréttablaðið litla en athyglisverða frétt um biðlista eftir heyrnartækjum á Íslandi. Nú er svo komið að „biðlistar heyra sögunni til“, eitthvað sem er varla hægt að segja um mörg önnur svið heilbrigðiskerfisins, og svo sannarlega góðar fréttir fyrir heyrnarskerta.

Hvernig stendur svo á því að biðlistar eftir heyrnartækjum eru nú horfnir? Fréttin veitir örlitla innsýn í það: Kostnaðarþáttur einstaklingsins hefur „aukist“ og fjármagn hefur „myndast“ eftir reglugerðarbreytingu fyrir tæpum þremur árum síðan.

Á mannamáli þýddi reglugerðarbreytingin einfaldlega að ríkið afnám einokun sína af viðskiptum með heyrnartæki. Einkaaðilar urðu til sem náðu til sín vel borgandi viðskiptavinum, þ.e. þeim sem gátu keypt sig út úr biðröð hins opinbera, og flöskuhálsar, biðlistar og önnur óþægindi hurfu á örfáum misserum.

Talsmenn ríkiseinokunar á heilbrigðisþjónustu segja gjarnan að aukin aðkoma einkaaðila muni leiða til þess að þeir ríku kaupi sig „fram fyrir“ í röðinni. Hvað ef þeir ríku mynda einfaldlega aðra röð og stytta þannig hina sem hinir efnaminni þurfa að standa í, eða hreinlega útrýma henni? Eru þá ekki allir betur staddir?"

http://blogg.frjalshyggja.is/archives/engir_bidlistar.jpg 

Geiri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 19:46

2 identicon

Átti að vera "ríkir fái að kaupa sig áfram"

Geiri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband