Greiðsluúrræði kostar óhemju fé

Allavega ef maður leikur sér að reikna þá kosta:

100 mál : 20 millur

1000 mál: 200 millur

segjum að 5000 íslendingar sæki um af 330.000 þá er þetta 1 milljarður, beint í vasa á tilsjónarmönnum (lögfræðingum).

Beint úr vasa ríkissjóðs geri ég ráð fyrir snilldin ein ekki satt ? leysir engan vanda og kostar gríðarlega fjárhæðir og er fyrir utan allt gríðarlega flókið í útfærslu, svo ekki sé talað um raunverulegan kostnað við allt utanumhald í dómskerfinu....

 Ja hérna hér :) er virkilega ekki hægt að nálgast hlutina með einföldun í huga, það hlýtur að vera hægt að afskrifa beint í gegnum bankakerfið og íbúðarlánasjóð. t.d. með afskrifa á þá sem skulda meira en 90% íbúðarhúsnæðum sínum o.sv.frv.


mbl.is Þúsundir vilja greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvernig geturðu fullyrt að þetta úrrræði leysi ENGAN vanda Davíð?

Guðmundur St Ragnarsson, 6.8.2009 kl. 17:31

2 identicon

Það á ekki að hjálpa fólki með sanngjörnum aðgerðum vegna gríðarlegrar hækkunnar skuldanna sem bankarnir stofnuðu til með glæparekstri sínum, en það á að fylla vasa lögfræðinga landsins. Þetta er viðbjóður.

Jón (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Það verður ljósara með hverjum degi að það er AGS sem stjórnar landinu, eða hvað finnst ykkur?

Það er hvorki vilji stjórnvalda né Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fara í almennar afskriftir, þar af leiðandi er bankanum það ekki heimilt.

Það er ómögulegt að segja til um það hvort eða hverju það breytir um endurskoðun biðlánanna ef erlendir kröfuhafar eignast bankann. Það getur margt gerst á þremur árum, ekki síst á þeim óvissutímum, sem við lifum nú. En það er engin ástæða til að ætla að gengið verði harðar að skuldurum með innheimtu biðlánanna ef erlendir kröfuhafar eignast bankann en þótt hann verði í innlendri eigu. Það er meginregla að nýir eigendur undirgangist þær skuldbindingar, sem fyrri eigandi hefur gert. Skilanefnd gamla bankans er auk þess fulltrúi kröfuhafa, jafnt erlendra sem innlendra, og skuldaaðlögunin var unnin í fullu samráði við skilanefndina og með samþykki hennar.

Viðskiptavinir stofnuðu sannanlega til þeirra lána, sem þeir eru greiðendur að í dag. Mönnum átti að vera ljós gengisáhættan, þótt auðvitað hafi enginn séð fyrir þær gríðarlegu kollsteypur sem gengi íslensku krónunnar hefur tekið síðasta árið. Það er því undir engum kringumstæðum hægt að halda því fram að menn séu að viðurkenna skuldir, sem menn stofnuðu ekki til með því að fara í skuldaaðlögun.

Þessar klausur eru teknar af heimasíðu Kaupþings í dag.  Það er gaman að sjá hversu mjög stjórnvöld, AGS og Kaupþing bera hag almennings fyrir brjósti. Ég skil vel fyrstu sneiðina, en verð að játa að hinar tvær standa ennþá í mér. Getur einhver hjápað mér og útskýrt hvað átt er við?

Þetta hlýtur samt að vera eitthvað gífurlega gott og hagstætt fyrir almenning, ég trúi ekki öðru. Svo er það bara að samþykkja inngöngu í ESB með bros á vör og borga nokkrar millur á mann í Icesave. Framtiðin er björt og lífið leikur við okkur!

Arnmundur Kristinn Jónasson, 7.8.2009 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband