Sterk stjórn

Þessi stjórn er allavega sterk og með mikið atvæðamagn á bakvið sig. Maður spyr samt hvort þetta samstarf geti orðið jafn sterkt og fyrrverandi stjórn þar sem mikið hefur gengið á milli þessara flokka. Ég er þó bjarsýnn og ætla að spá að þessi stjórn verði mikil umbótastjórn. Málaefnasamningurinn lofar góðu og ég hjó eftir skattalækkunum í formi hækkunar á persónuafslátt, niðurfellingu á stimpilgjaldi sem auðveldar yngra fólki að kaupa sér fyrstu íbúð ásamt umbótum í þágu aldraða.

Samgöngumál var líka kosningamál og tvöföldum vega út frá Reykjavik ásamt Sundabraut eru forgangsverkefni og gaman að sjá hversu fljótt þessi stjórn getur klárað þessi verkefni. Þetta er í grófum dráttum loforðin og ég hlakka til að keyra 2+2 veg heim á Selfoss og Amma fái viðeigandi þjónustu og lífeyrir á sínum síðustu árum.


mbl.is Ný ríkisstjórn tekur við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband