15.4.2008 | 08:45
Hey - Komdu heim í rauðu treyjuna
Birkir fer frá N-Lübbecke | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 08:26
Þið þekktuð þennan mann....
MINNING UM MANN
Nú ætla ég að syngja ykkur lítið fallegt ljóð
um ljúfan dreng, sem farin er nú frá,
um dreng, sem átti sorgir, en ávallt samt þó stóð
sperrtur þó að sitthvað gengi á.
Í bændaflokknum bjó hann, sem lítinn veitti yl,
svo andvaka á nóttum oft hann lá.
fatahlöss hann keypti það gerði ekkert til,
það tókst með þeim yl í sig að fá.
Þið þekktuð þennan mann,
þið alloft sáuð hann,
fatakaup til frægðar sér hann vann.
Flokknum var hann góður, en sum þó hræddust hann,
þau hæddu hann og gerðu að honum gys,
þau þekktu ei litlu greyin þennan mæta mann.
Margt er það, sem flokksmenn fara á mis.
Þið þekktuð þennan mann,
þið alloft sáuð hann,
fatakaup til frægðar sér hann vann.
Munið þið að dæma ei eftir útlitinu menn,
ýmsum yfir þessa hluti sést.
Til er það að flagð er undir fögru skinni en
fegurðin að innan þykir best.
Nú ljóðið er á enda um þennan sómasvein,
sem að þráði borgarframa niðri bæ
Hann liggur nú heima í stofu og lúin hvílir bein
í framsókn hann til engrar frægðar vann.
Þið þekktuð þennan mann,
þið alloft sáuð hann,
fatakaup til frægðar sér hann vann.
Björn Ingi hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 23:15
Snorri rís úr eldhafinu og fer á kostum
Íslenska hraðlestin fór í gang
Að ég skildi nokkurtímann efast, sorry strákar fyrir að bölva ykkur en ég eins og aðrir vissum að það var miklu miklu meira til í verkfærakistunni og þið týnduð þau öll til í kvöld.
Takk fyrir að gleðja okkur með þvílíkum snilldarleik að maður leyfði sé að hoppa og dansa í sófanum af gleði og fyllast þjóðastolti og gersamlega gera útaf við fjölskylduna af æsingi og látum.
Snorri það er óhætt að segja að fuglinn Fönix hafi risið uppúr eldhafinu og gersamlega líst ljósi sínu svo skært að Ungverska vörnin gersamlega blindaðist. Snorri þú skoraðir mörk í öllum regnbogans litum og sýndir það og sannaðir að þú átt heima með bestu handboltamönnum heims þrátt fyrir brösótta byrjun í þessu móti.
Hreiðar dundaði sér við að múra múrsteina fyrir markið því það var engin leið framhjá 200 cm klettingum, einbeita risanum sem spratt fram eins liðamótalaus köttur og át alla bolta sem vantrúaðir Ungverjar reyndu máttlaust að finna leiðir framhjá án nokkurs árangurs.
Óli, já Óli stoðsendingar og mörk sem hæfa meistarleikmanni eins og þér, leiðtogin tók við sér og dró vagninn hjá jafngóðu liði inni vellinum, ef þú ert í 100% lagi fylgja hinir 100% með.
Róbert, þú ert náttulega ekki lagi, hef aldrei séð þvílíkan línumann. Þú hreyfir þig eins og yfirsnúin gormur sem engar hendur festast á, ég veit ekki hvernig þú ferð að þessu en ef sendingar rata á þig þarf engin að efast um að annaðhvort er mark eða víti.
Fúsi, Sverre, Vignir þið bjugguð til setninguna Twin Towers í Íslensku vörnina, skiptuð með ykkur verkum og gersamlega læstuð öllum hurðum í kastalanum, engin leið var fær og Ungverjarnir grétu í krumlum ykkar. Ungverjarnir munu allir gráta sig í svefn bara það eitt að rifja upp andlit ykkar.
Logi mundaði byssurnar og skaut markmann Ungverja uppí stúkur.
Alexander gersamlega fór á kostum í vörn og barráttugleði hans einbeiting minnir á yfirvegaðan meistaraveðhlaupahest sem ávallt kemur fyrstur í mark. Alhliða meistaraleikmaður af bestu gerð.
Hannes tók "gabbhreyfingu" sem skilur eftir sig ringlureið og rifrildi meðal varnamanna andstæðinganna, ekki hægt að stoppa þetta og allir öfunda hann af.
Ásgeir fyllti uppí kastalavörnina með barráttu og frábær hlaup í sókn, alhliða leikmaður sem allt getur.
Guðjón Valur ísmaðurinn fann fjölina sína og lét rigna vonbrigðum sínum á markið og átti sæta hefnd og endukomu. Hann veit það eins og öll þjóðin að hann á heilmikið inni og ef hann spilar eins og í kvöld og jafnvel aðeins betur eiga anstæðingarnir aldrei von.
Ég vona að ég gleymi engum en leikgleðin og liðsheilding skilaði þessu alla leið.
Já takk fyrir þessa veislu, ég hlakka til og vona svo sannarlega að réttu konfektmoli komi upp hjá okku á móti Spánverjum, þið sýnduð það í kvöld að ef þið hefður verið í þessu formi alla keppnina hefðum við átt möguleika á góðu verðlaunasæti á þessu móti, en þegar á öllu er á botninn hvolft þá eru það svona leikir sem gerir það að verkum að gaman er að fylgjast með Íslenskum handbolta og það sem hann getur boðið uppá, í blíðu og stríðu styður Íslenska þjóðin ykkur ávallt af fullum krafti.
Áfram Ísland
Stórsigur gegn Ungverjum á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 11:49
Látum þá sem ráða um þetta
Iðnaðarráðherra rökstyður ráðningu Ólafar Ýrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 10:52
Blettur á skyrtu FH-Inga
Hundsvekktur að fá ekki að spila úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2007 | 22:58
Banaslys á Suðurlandsvegi
Ég á til fá orð hvað það hryggir mig að fá þessar fréttir í dag af hörmulegur slysi á Suðurlandsvegi. Það er fátt sem fær mig til að skilja afhverju við fáum ekki fréttir af því að búið sé að setja þennan veg af stað í tvöföldun með útboði i einkaframkvæmd eins og búið er að boða. Hversu langan tíma ætla menn sér að taka í þetta ?
Hættum að tala og förum að framkvæma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 11:31
Flytja á Selfoss og málið er leyst
Ódýrara húsnæði, minni mengun, minni umferð og flott bæjarfélag. Ég er jafnlengi að keyra í bæinn í greiðri umferð eins og borgarbúar til vinnu :)
Einfald reiknisdæmi: Selur 4 herberga íbúð á 30 millur og kaupir einbýlishús á 25 og draumabíllin fyrir 3 millur og ferð í heimsreisu fyrir rest eða borgar skuldir :)
Morgunumferðin þung í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.9.2007 | 15:43
Guðjón sem landsliðsþjálfara !
Ekki spurning hvort heldur hvenær hershöfðinginn tekur við landsliðinu að mínum mati. Góður þjálfari en þeir eru oft umdeildir eins hann kannski e.t.v. er. Hann hefur skoðanir á hlutunum sem er bara gott. ÍA hefur komið á óvart undir hans stjórn sem en og aftur sýnir hvað í honum býr.
Hef gagnrýnt veru Eyjólfs áður og ætla ekkert að framlengja því hér.. en þetta er bara mín skoðun :)
Guðjón undrast að Bjarni sé ekki í landsliðshópnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2007 | 15:38
Snilldarauglýsing
Auglýsingin er skemmtileg, vel gerð og virðuleg í alla staði. Biskup er alltof fljótfær að dæma hana og ekki talar hann máli allra í þjóðkirkjunni heldur virðist hann ekki í tengslum við nútímann.
Auglýsingin sýnir Júdas svíkja Jesú um að mæta í síðustu kvöldmáltíðna og silfurpeningum er veifað af Rómverjum, þarna er ekkert verið að vanvirða einn né neinn heldur einungis verið smá sögustund í blanda við góðan íslenskan húmor af bestu gerð. Getur biskup ekki bara verið ánægður að boðskapur Kristinnar trúar skili sér til Íslendinga með þessum hætti.
Allavega finnst mér auglýsinginn mjög flott :)
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 12:25
Flytja á Selfoss
36 mínútur á dag í ferðir til og frá vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)