Flytja á Selfoss og málið er leyst

Ódýrara húsnæði, minni mengun, minni umferð og flott bæjarfélag. Ég er jafnlengi að keyra í bæinn í greiðri umferð eins og borgarbúar til vinnu :)

Einfald reiknisdæmi: Selur 4 herberga íbúð á 30 millur og kaupir einbýlishús á 25 og draumabíllin fyrir 3 millur og ferð í heimsreisu fyrir rest eða borgar skuldir :)


mbl.is Morgunumferðin þung í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thú gaetir nú lika bara tekid straetó

stefan (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

en ef allir flyttu á Selfoss... yrði þá ekki sama umferðarsultan þar........ það eru bara allt of margir bílar í umferð...og í flestum bílum er ökumaðurinn einn á ferð..... líka ég svo sem....

Fanney Björg Karlsdóttir, 5.9.2007 kl. 11:45

3 identicon

Einmitt ef fleiri tækju strætó þá myndi bílum fækka verulega í borginni á þessum tíma !! Strætó gengur á 15 mín fresti svo enginn þarf að kvarta yfir því !! Allir í strætó !!

Hara (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:45

4 identicon

Ég flutti líka til Selfoss en er nú samt alveg jafn fastur í Ártúnsbrekkunni  á leið til vinnu og hinir. Það á að fara að setja 13 milljarða í að tvöfalda Suðurlandsveginn svo við komumst á ennþá þægilegri hátt í umferðarhnútinn í Ártúnsbrekkunni.

Vigfús (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:48

5 identicon

Thad thydir ekkert ad tvöfalda veginn. Thad er buid ad gera thad hérna í Belgíu og... vid erum aftur fastir... 5.000.000 fólksbilar i thetta land...

stefan (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:54

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ert þú ekki að gleyma 40 til 60 þúsund kr. kostnaði á mánuði við að koma sér milli Selfoss og Reykjavíkur á hverjum virkum degi? Svona 20 til 30 þúsund í bensínkostnað og rest í auknu sliti á bílnum.

Sigurður M Grétarsson, 5.9.2007 kl. 12:41

7 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Takk fyrir athugasemdirnar, jú það kostar c.a. 20-25 kall á mánuði en ég er að deila ferðum með öðrum og því er kostnaðurinn mun minni :) auðvelt er að finna félaga þar sem allir græða á þessu fyrirkomulagi. Ártúnsbrekkan er smávægileg töf miðað það aðrir ganga í gegnum á hverjum degi.

Vegurinn verður tvöfaldaður ef samgönguráðherra (nýr) hættir að röfla um hvað þetta sé erfitt og býður þetta út hið fyrsta, óþolandi hverju langan tíma þetta ætlar að taka.

Davíð Þór Kristjánsson, 5.9.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband