Hanna Birni á að sýna núna forystuhæfileika

Nú er komin tími til að mál linni, það er ekki hægt að vinna með Ólafi það er öllum ljóst, að hanga á þessu er engum til góðs. Málefni Sjálfstæðisflokks og Framsóknar liggja mun betur saman og því engin annar kostur en að skipta um meirihluta.. því miður.

Ég kalla eftir forystu Hönnu Birnu núna þ.e. að hún kveði þetta í kútinn og klári þetta mál svo hægt sé að fara vinna fyrir Reykjavík.


mbl.is Borgarfulltrúar segja fátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfilega illa farið með peninga almennings. Það væri svo sannarlega eftir þeim að skipta um meirihluta einu sinni enn. Ömurlegt að láta Ólafi eftir borgarstjórastólinn á sínum tíma og blái flokkurinn þinn þekkti han vel og vissi það vel, en valdagræðgin bar þá ofurliði. Með því að Framsóknarflokkurinn gangi í eina sæng með Sjálfstæðisflokkinum á ný hef ég trú á að hann strikist algerlega út í Borginni og að Borgin verði Samfylkingarinar og Vinstri grænna eftir næstu kosningar. Það finnst mér bæði vera gott, það er að Framsókn stirkist út og að þetta lið missi Borgina.

Gréta (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Til að laga það sem laga verður þurfa sjálfstæðismenn að hefja uppbyggingu og vinna tiltrú almennings. Hanna Birna hefur alla burði til þess að gera það en til þess þarf hún að skipta um meirihluta og sýna af sér röggsemi og brýna borgarstjórnarflokkinn til góðra hluta. Ég hef fulla trú á að sjálfstæðismenn og Framsókn geti gert góða hluti saman, sérstaklega í orkumálum, Laugarveginum og margt fleira.

Davíð Þór Kristjánsson, 14.8.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband