1.6.2007 | 11:15
Suðurlandsvegur
Sat fund í heimbæ mínum nú rétt fyrir kosningar á hótel Selfossi. Þar voru heimastjórnarmenn ásamt þingmanni okkar og ráðherra Árna Matt. og Þór Sigfússyni forstjóra Sjóvá. Þar voru kynntar áætlanir ríkisstjórnarinnar um 2+2 veg í einkaframkvæmd. Samkvæmt því sem þar kom fram á að klára veginn á næstu 4 árum og reyna ljúka honum 2009-2010.
Vegagerðin á að útbúa þríþætt útboð og einkaframkvæmdin nær til hönnun (tillögur), lagning og fjármögnun. Þarna voru tímaætlanir sem Þór kynnti og hann treysti sér til að ljúka við veginn til Selfossar í lok árs 2009, gefið að málið yrði unnið hratt að hálfu ríkisins (vegagerðarinnar). Ég fór fullur bjartsýni af þessum fundi og trúi því og treysti að Árni beiti sér að fullu í málinu, ekki skemmir fyrir að Björgvin sé komin í ráðherraliðið. Vitum alveg hvar hann stendur í þessu máli.
Þetta er hræðilegt slys og við vitum öll að með betri vegi er hægt að fækka og eyða út svona slysum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.