Miðað við fangavist Bandaríkjamanna ?

Hefur þetta verið hátíð hjá þessum hermönnum, hótum um að sjá aldrei dóttir sína er eitthvað svo lítilfjörlegt miðað við hvernig Bandaríkjamenn fara með sína stríðsfanga. Maður hefur nú horft á margar hollywood myndirnar af Bandaríkjamönnum tekna til fanga í Víetnam og sæta hræðilegum pyntingum og fá mikla samúð frá áhorfendum. Enda mjög margar hollywoodmyndir sponsaðar beint af hernum á einn eða annan hátt. Í dag er það hrein og bein stefna að pynta fanga undir nafninu hryðjuverkamenn og í skjóli lagasetningar texas kúrekana og öfgamannana sem nú stýra öflugasta her í heimi.

Mér fannst ríkisstjórn Breta höndla máli faglega og afþakka hjálp frá USA var skynsamlegt. Að sjálsögðu frábært að fá þessa fanga til baka, en held að þeir hafi aldrei verið í verulegri hættu. Mér finnst þau ættu að fara varlega með yfirlýsingar, þau gætu sett sjálfa sig í hættu miðað við hvernig öfgamenn fyrir austan höndla sín mál. Þetta var allavega engin guantanamo vist hjá þessu fólki :)


mbl.is Segist hafa sagt Íransforseta til syndanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband