29.3.2007 | 14:36
Glæsilegt og einsdæmi, til hamingju Hofsós
Þetta kemur sér gríðarlega vel fyrir undirritaðan enda er sumarbústaður fjölskyldunnar staðsettur á þessum frábæra stað. Ég held að svona framtak Lilju Pálma og félaga sé algert einsdæmi og eiga þau mikið hrós skilið.
Þetta er einmitt sá raunveruleiki sem við Íslendingar erum að komast á, fólki sem gengur vel í viðskiptum er í meiri mæli að gefa til baka til samfélagsins, góð dæmi eru Björgólfur og Jóhannes í Bónus. Hættum að öfundast og fögnum velgengni þessa fólks.
Ég hlakka til að dífa mér í splunkunýja sundlaug rétt hjá sumarbústaðinum :)
Færa íbúum Hofsóss og nágrennis sundlaug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 09:15
Er eftir nokkru að bíða ?
Stórkostlegt framtak hjá Ístak og Sjóvá. En um leið má segja að um áfellistdóm sé að ræða gagnvart vegagerðinni. Maður spyr sig hvort vegamálastjóri og félagar hafi í raun verið að leita að hagkvæmustu leiðinni? Vegamálastjóri hefur allavega viðrað skoðanir sína á 2+1 í fjölmiðlum og hans embætti reiknaði 2+2 á 14-15 milljarða. Ótrúlegt bruðl með opinbert fé ef þetta var lokaniðustaðan á þeim bænum.
En ég ætla samt að leyfa mér að fagna því varla er eftir nokkru að bíða núna. Stjórnvöld eiga að taka þessu boði strax og klára þetta á 3 árum, en og aftur sannast kraftur einkaframkvæmdarinnar. Sjóvá hefur ekki fjárhaglegan hvata á framkvæmdinni sjálfri heldur afleiðingu hennar, þetta er í raun tilboð og á að taka að mínum mati. Allagega byggja útboð á þessum útreikningum. Drífum í þessu klárum þetta nú, spörum mannslíf og örorku, þetta mál á að fá fyrsta forgang. Ef eitthvað mál er kosningarmál á suðurlandi þá er það þetta, það er klárt.
Hægt að tvöfalda Suðurlandsveg fyrir 7,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2007 | 09:38
Fækkum slysum á vegum landsins
Þetta er alger hryllingur með slysið á suðurlandsvegi sérstaklega þegar maður býr í litlu samfélagi þar allir þekkja alla. Það slær mann óhug á að slys af þessu tagi eigi sér stað sérstaklega þegar hægt er að leysa svona slysagildrur með tvöföldun vegarins. Sem betur fer er búið að taka kúagerði úr umferð eftir tugi ára blindni stjórnvalda yfir þeirri slysagildru.
Raunveruleikinn í dag varðandi Suðurlandsveg og Vesturlandsveg einkennist af svipaðri blindni, menn eru bara ekki að horfast í augu við raunveruleikann að mínum mati. Þessir vegir eru að kosta Íslendinga fjölda mannslífa og varanlegrar örorku.
Eitt stærsta tryggingarfélag landsins hefur boðist til að byggja veginn fyrir stjórnvöld og flýta framkvæmdum en ekkert gerist? Tryggingarfélagið er einfaldlega búið að reikna það út að fjárhagslega borgi sig fyrir ríkið að keyra þetta mál í gegn en aftur......ekkert. Einungis er búið að henda á blað veiku loforði rétt fyrir kosningar að vegina beri að tvöfalda á næstu 15 árum frá pappírspésum samgönguráðuneytisins.
Ég er þó ekki búin að missa trúna enda og verð að treysta á sterkt teymi kjördæmaþingmanna til að snúa uppá hendina á Sturlu og keyra veginn í gegn á 4 árum eins og vel mögulegt er. Einnig trúi ég og treysti á okkur sjálf að vera ötul í okkar gagnrýni á aðgerðaleysi í samgöngubótum þar til þetta mál er í höfn. Barráttusamtök, sudulandsvegur.is, bloggið og allir aðrir miðlar sem við höfum aðgang að nýtast í að ýta málinu áfram.
Sjálfur keyri ég Þennan veg á hverjum degi til vinnu ásamt hundruðum annara sunnlendinga og mig hryllir við þeirri staðreynd að ég sjálfur sé svona miklum áhættuhóp sem raun ber vitni.
Þó ber að nefna að þó þungur tónn sé í þessu er ég fullur bjartsýni um ráðamenn sjái hlutina í réttu ljósi og setji þetta mál í 1.forgang þar sem það á heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 15:33
Hræðilegt slys úr gagnstæðri átt.
Votta öllum aðstandendum innilega samúð mína.
Ég kalla eftir tvöföldun á þessum vegi sem allra fyrst segi ekki meira á þessu stigi.
Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2007 | 14:16
Tvöföldun vegina frá Reykjavík
En og aftur engin hætta hefði skapast ef búið væri að tvöfalda þennan vegakafla. Stjórnvöld ætla að tvöfalda vesturlandsveg og suðurlandsveg á c.a. 15 árum skv. vegaáætlun þegar hæglega er hægt að hefja framkvæmdir og klára þetta á 3-4 árum. Hvers virði er mannslíf eða varanleg fötlun ? Drífum bara í þessu....
Hætta skapaðist á Vesturlandsvegi vegna umferðarslyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2007 | 13:32
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)