30.4.2009 | 14:45
Maðurinn sem gagnrýndi Guðlaug Þór
Það er dálítið komískt að sjá Ögmund boða mikinn niðurskurð núna eftir hafa ráðist óvægilega að tillögum Guðlaugs til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Ögmundur tók þær tillögur flestar til baka. Annað sem Ögmundur segir er þessi ömurlega klisja að Sjálfstæðisflokknum sé um kenna er orðið meira en lítið þreytandi, fyrir það fyrsta hefur heilbrigðisráðuneytið ekki verið á forræði Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn 18 ár heldur einungis í síðustu ríkisstjórn þar sem Gulli reyndi eftir fremsta megni að spara og hlaut mein fyrir hjá Ögmundir og fleirum.
Það verður spennandi að sjá hvernig Ögmundur tekur á þessu, ætli hann hækki komugjöld ?
Skerðing þjónustu óhjákvæmileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ögmundur og Guðlaugur Þór voru sammála um að það þyrfti að skera niður.
Bara ekki hvernig það væri gert.
Þú kannski manst ekki að góðærispartíið sem endaði snautlega í október 2007 var í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar aðallega. Gestirnir gegnu af göflunum og þjóðinn blæðir fyir vikið.
Lestu bókina eftir fyrrverandi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hún heitir "Sofandi að feigðarósi". Ansi forvitnileg. Fæst í næstu bókabúð.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.