Fyrirmyndir barnanna ???

Þúsundir kornungra knattspyrnumanna fylgjast spenntir með fyrirmyndum sínum spila knattspyrnu sem á að heita í hæsta gæðaflokki á Íslandi. Svona uppákoma eins sást á vellinum þarna er algerlega til háborinnar skammar fyrir annars örugglega ágæta menn. Að missa svona gersamlega stjórn á aðstæðum er vítavert athæfi og ég á ekki til orð yfir þetta. Lögreglufylgd og að elta menn í búningsherbergi er þetta sem menn vilja í Íslenska knattspyrnu ? Ég bara spyr ? Viljum við sjá svona uppákomur í leikjum ungra drengja ?

Mér er nokkuð sama hvort þetta var viljandi gert hjá Bjarna eður ei, sem gamall markmaður finnst mér þetta meira en lítið neyðarlegt fyrir annars ágætan markmann Keflvíkinga sem hefði auðveldlega átt að getað kýlt þennan bolta yfir. Tæklingin var augljóslega hefndarárás og leikmanni til minnkunar, reyndar fannst mér hegðun nokkura leikmanna Keflvíkinga þeirra félagi til minnkunar og vonandi að félagið sjálft taki á þessu máli innan félagsins.

Tek fram að ég er á engan hátt stuðningsmaður hvorugs félags en fannst rétt að tjá mína skoðun á málinu.


mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna G

Fyrirmyndir my ass!! þetta eru bara stór börn... !

Birna G, 5.7.2007 kl. 11:56

2 identicon

Ég styð hvorugt liðið en verð að segja að þetta atvik er Keflvíkingum mjög til lækkunar.

Raunar finnst mér svona atvik vera lýsandi dæmi þess hvers vegna íþróttir eru ekki heppilegur kostur sem fyrirbyggjandi og fordæmisgefandi leið fyrir bæjarfélög og ríki.  Peningunum er betur varið annars staðar.

Þess er skemmst að minnast að þegar þessi lið áttust við í fyrra endaði það í frekar ljótum orðaskiptum þar sem keflvíkingur lék sérstaklega stórt hlutverk í ógeðinu.

Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband