23.3.2007 | 09:38
Fækkum slysum á vegum landsins
Þetta er alger hryllingur með slysið á suðurlandsvegi sérstaklega þegar maður býr í litlu samfélagi þar allir þekkja alla. Það slær mann óhug á að slys af þessu tagi eigi sér stað sérstaklega þegar hægt er að leysa svona slysagildrur með tvöföldun vegarins. Sem betur fer er búið að taka kúagerði úr umferð eftir tugi ára blindni stjórnvalda yfir þeirri slysagildru.
Raunveruleikinn í dag varðandi Suðurlandsveg og Vesturlandsveg einkennist af svipaðri blindni, menn eru bara ekki að horfast í augu við raunveruleikann að mínum mati. Þessir vegir eru að kosta Íslendinga fjölda mannslífa og varanlegrar örorku.
Eitt stærsta tryggingarfélag landsins hefur boðist til að byggja veginn fyrir stjórnvöld og flýta framkvæmdum en ekkert gerist? Tryggingarfélagið er einfaldlega búið að reikna það út að fjárhagslega borgi sig fyrir ríkið að keyra þetta mál í gegn en aftur......ekkert. Einungis er búið að henda á blað veiku loforði rétt fyrir kosningar að vegina beri að tvöfalda á næstu 15 árum frá pappírspésum samgönguráðuneytisins.
Ég er þó ekki búin að missa trúna enda og verð að treysta á sterkt teymi kjördæmaþingmanna til að snúa uppá hendina á Sturlu og keyra veginn í gegn á 4 árum eins og vel mögulegt er. Einnig trúi ég og treysti á okkur sjálf að vera ötul í okkar gagnrýni á aðgerðaleysi í samgöngubótum þar til þetta mál er í höfn. Barráttusamtök, sudulandsvegur.is, bloggið og allir aðrir miðlar sem við höfum aðgang að nýtast í að ýta málinu áfram.
Sjálfur keyri ég Þennan veg á hverjum degi til vinnu ásamt hundruðum annara sunnlendinga og mig hryllir við þeirri staðreynd að ég sjálfur sé svona miklum áhættuhóp sem raun ber vitni.
Þó ber að nefna að þó þungur tónn sé í þessu er ég fullur bjartsýni um ráðamenn sjái hlutina í réttu ljósi og setji þetta mál í 1.forgang þar sem það á heima.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.